Mission: Pluto

2015

Mission: Pluto er tölvuleikur þar sem markmiðið er að komast áfallalaust frá Jörðinni til plánetunnar Plúto um borð í geimskipi. Á ferðalaginu leynast ýmsar hættur, en stjörnuhrap, loftsteinar og fljúgandi furðuhlutir geta auðveldlega grandað geimskipinu ef á þá er klesst—að lokum þarf svo að lenda á Plútó.

Leikurinn var hannaður og forritaður sem verkefni í Listaháskólanum. Notast var við forritunarviðmótið Scratch. Verkefnið var einstaklingsverk og tók eina viku.