mæna 9

2018

Mæna er árlegt tímarit um hönnun, gefið út af Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Hönnun og umbrot blaðsins er höndum nemenda á þriðja ári í grafískri hönnun.

Þema 9. árgangs mænu er endurtekning—en blaðið hefur ekkert ákveðið upphaf né endi og gefur gormabindingin möguleikann á því að endurtaka lestur á blaðinu endalaust.

Blaðið var unnið í samstarfi við Andra Þór Ingvarsson, Áslaugu Baldursdóttur, Daða Vikar Davíðsson, Eddu Karólínu Ævarsdóttur, Elínu Eddu Þorsteinsdóttur, Esju Jeanne Jónsdóttur, Guðmund Snæ Guðmundsson, Gunnar Helga Guðjónsson, Lilju Björk Runólfsdóttur, Sverrir Örn Pálsson og Þorgeir K. Blöndal undir stjórn Arnars Freys Guðmundssonar.