Íslenskir byggðarfánar

2018

Útskriftarverk við B.A. nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands.

Íslensk sveitarfélög—74 talsins þegar verkefnið var unnið—hafa flest öll tekið sér upp svokallað byggðarmerki, sem er oftast í stíl skjaldarmerkis. Þessi merki eru notuð til þess að auðkenna sveitarfélagið og má finna þau á vegskiltum, byggingum, bréfsefni og ruslatunnum, svo eitthvað sé nefnt. Oft er þeim einnig komið fyrir á hvítum fána, stundum með nafni byggðarinnar fyrir neðan, og flaggað.

Í þessu verkefni setti ég mér það markmið að endurhanna þessa fána útfrá meginreglum fánahönnunar, en merki og texti á hvítum fleti eru heldur óæskilegir fánar vegna þess hve erfitt getur reynst að greina efni þeirra úr fjarlægð og aðgreina þá frá hvorum öðrum vegna þess hversu líkir þeir eru.

Útkoma verkefnisins voru því 74 fánar—einn fyrir hvert sveitarfélag á Íslandi—og fyrir útskriftarsýninguna flaggaði ég nokkrum þeirra fyrir utan Kjarvalsstaði á meðan sýningunni stóð, sem og að ég hannaði og forritaði vefsíðu til að miðla restinni af fánunum og upplýsingum um þá.

Heimasíða verkefnisins er byggdarfanar.is Þar má skoða alla 74 fánana sem og byggðarmerki sveitarfélagana og lesa sér til um táknfræði hvor tveggja.

Greinargerð um verkefnið má nálgast á skemmunni.